Advertisement

Dagur: 4. september, 2018

Fjölskylda Orra Vigfússonar gaf veglega gjöf

Fjölskylda Orra Vigfússonar færði Síldarminjasafninu veglega gjöf á dögunum – stórt og mikið málverk úr eigu Orra og föður hans Vigfúsar Friðjónssonar, síldarsaltanda. Verkið málaði þýskur listamaður upp úr 1950, eftir ljósmynd að ósk Vigfúsar. En málverkið sýnir miklar stæður af síldartunnum sem bíða útflutnings, milli húsa á þeim slóðum sem Vigfús rak síldarsöltun sína, Íslenskan fisk, á árunum 1953-1960. Alfonshúsið, sem um tíma var heimili fjölskyldunnar, er í forgrunni til hægri og fremstir á myndinni standa þeir feðgar, Vigfús og Orri.       Frétt og myndir: Síldarminjasafn...

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst

Ágúst var fremur svalur mánuður. Hiti var nærri meðallagi áranna 1961 til 1990 en nær allsstaðar undir meðallagi síðustu tíu ára, einna síst austanlands. Úrkoma var meiri en í meðallagi norðan- og austanlands en fremur sólríkt var á vesturhluta landsins. Hiti Meðalhiti í Reykjavík í ágúst var 10,4 stig, 0,1 stigi ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en -1,5 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 9,6 stig, -0,3 stigum neðan meðallags áranna 1961 til 1990, og -1,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 9,7 stig og 10,2 stig á Höfn í...

Lesa meira

Starfslok

Byggðasafnið Hvoll á Dalvík er í senn byggða-, náttúrugripa- og mannasafn. Þar eru ýmis áhöld og innanstokksmunir frá fyrri tíð og haganlega gerðir skrautmunir unnir af hagleiksfólki af svæðinu. Á náttúrugripasafninu er fjöldi íslenskra fugla og spendýra, þar sem ísbjörninn vekur mesta athygli. Minningarstofur eru um Jóhann Svarfdæling, sem var um tíma hæsti maður heims og Kristján Eldjárn forseta. Árið 1934 reið jarðskjálfti yfir Dalvík (6,2 á Richter). Jarðskjálftanum eru gerð skil í sérstakri stofu safnsins. Í júní 2014 fékk Byggðasafnið Hvoll viðurkenningu Safnaráðs.   Í lok ágústmánaðar lét Íris Ólöf Sigurjónsdóttir af störfum hjá Dalvíkurbyggð eftir 16 ára starf...

Lesa meira

MND félagið heldur fræðslu- og félagsfund á Sauðárkróki

„Fundurinn er opinn öllum, hvort sem um er að ræða fagfólk, þeim sem eru með MND sjúkdóminn, fjölskyldum þeirra og öllum áhugasömum,“ segir Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins á Íslandi en félagið efnir til fræðslu- og félagsfundar í Húsi frítímans við Sæmundargötu 7b á Sauðárkróki fimmtudaginn 6. september. Dagskráin hefst á hádegi með hádegisverði í mötuneyti Árskóla síðan verður blönduð fræðsla í Húsi frítímans. „Þar verður margvísleg fræðsla í boði sem ætti að höfða til sem flestra. Slíkir fundir hafa gefist afskaplega  vel, þannig að ég hvet sem flesta til að gefa þessum viðburði gaum.  Við í MND félaginu...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

september 2018
S M Þ M F F L
« ágú   okt »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30