Advertisement

Dagur: 6. september, 2018

Fær heimsbyggðina til að hlægja

Celeste Barbar er ástralskur grínisti sem hefur fengið heimsbyggðina til að hlægja. Hún hefur haft það fyrir stafni að endurgera ljósmyndir af fyrirsætum í allskonar stellingum og farið ansi frjálslega með. Hún er leikkona og rithöfundur, þekktust fyrir myndirnar: The Letdown (2017), Wham Bam Thank You Ma’am (2016) og Office Correctness (2012). Celeste er gift Api Robin og eiga þau tvo syni. Eiginmaður Celeste tekur fullan þá í að endurgera myndaseríur þar sem karlmaður kemur til sögunnar. Celeste hefur um 4.6 milljónir fylgjenda á Instagram.                           Celeste Barbar á...

Lesa meira

Bryggjan lagfærð

Byggingafélagið Berg er þessa dagana að gera upp  bryggjuna við Síldarminjasafn Íslands. Bryggjan er um 20 ára gömul og er í eigu Siglufjarðarhafna. Verður hún klædd með samsvarandi þilklæðningu og er við Sigló hótel, einnig verður lagt í hana rafmagn svo fiskibátar og aðrir geti lagt þarna að.         Frétt og myndir: Kristín...

Lesa meira

Ferðamenn hegða sér öðruvísi en áður

Samsetning á hópi ferðamanna er önnur, og ferðamenn hegða sér öðruvísi en áður var. „Það eru rökrétt viðbrögð við breyttu verðlagi hér á landi í þeirra eigin gjaldmiðli“ segir Sigurður Líndal, formaður Ferðamálafélags Vestur-Húnavatnssýslu í viðtali á N4. Sigurður segir að ferðaþjónustu-fyrirtækin í Húnaþingi vestra vinni vel saman í öllum aðal atriðum, og þau hafi jafnvel meira samstarf en tíðkast víða annarsstaðar á landsbyggðinni. Í Húnaþingi vestra reka menn eigin ferðaskrifstofu og setja veitingar, gistingu og afþreyingu sem er í boði á svæðinu undir einn hatt og vinna mjög mikið og náið með ferðaþjónustu aðilum á svæðinu. „Við setjum...

Lesa meira

Aflatölur frá Fjallabyggð

Á vef Fjallabyggðar kemur fram að fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar – 21. ágúst 2018 ásamt samanburði við sama tíma árið 2017. 2018 Siglufjörður 10425 tonn í 1218 löndunum. 2018 Ólafsfjörður 312 tonn í 352 löndunum. 2017 Siglufjörður 6520 tonn í 1457 löndunum. 2017 Ólafsfjörður 333 tonn í 420 löndunum.   Mynd: Kristín...

Lesa meira

Grænt skref í ríkisrekstri

MTR hefur tekið annað skrefið í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri og fengið það vottað og viðurkennt. Sorpflokkun hefur verið aukin og er ekki lengur hægt að henda – nema flokka. Notkun pappírs handþurrka á salernum var hætt. Í staðinn kemur ýmist blásturshandþurrkun eða gamaldags handklæði. Aðeins er keyptur umhverfisvottaður pappír og sama gildir um vörur sem unnar eru úr pappír. Þá hefur skólinn sett sér stefnu sem hefur að markmiði að gera starfsemina umhverfisvænni, bæta starfsumhverfi og auka vellíðan. Sjá nánar hér: https://www.mtr.is/is/skolinn/aaetlanir-og-stefnur/umhverfisstefna-mtr Markmið verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri eru að efla vistvænan rekstur á kerfisbundinn hátt. Byggt er...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

september 2018
S M Þ M F F L
« ágú   okt »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30