Advertisement

Dagur: 5. nóvember, 2018

Eldsvoði á Akureyri

Klukkan 13:34 í dag fékk fengu slökkvilið og lögregla á Akureyri tilkynningu um að reyk lægi út um glugga á húsi við Strandgötu 45 á Akureyri og væri grunur um að eldur logaði þar innan dyra. Í ljós kom að þarna hafði eldur kviknaði í íbúð á 3ju hæð en húsið er 3 hæðir og ris. Fljótlega eftir að lögregla og slökkvilið komu á staðinn fékkst staðfest að allir íbúar hússins væru komnir út en talið er að 3 aðilar hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Einn aðili var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar en...

Lesa meira

Andri og Undralandið

Í dag fer Andri Hrannar Einarsson í loftið eins og alla virka daga frá kl. 13.00 – 16.00 með þáttinn sinn Undralandið. Þar fer Andri yfir víðan völl og gleður hlustendur með góðri tónlist, fróðleik og almennum skemmtilegheitum. Einnig hefur FM Trölli tekið upp á því að endurflytja Undralandið kl 01-04 eftir miðnætti, fyrir næturvakta-fólk og aðra nátthrafna. Líflegt var í þættinum hjá Andra á föstudaginn og koma hér nokkrar myndir úr stúdíóinu.         Myndir: Andri Hrannar...

Lesa meira

Börnin fræddust um íslenska ljóðlist

Á dögunum komu nemendur úr 1. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar í heimsókn á Ljóðasetrið. Fræddust þeir um íslenska ljóðlist, hlýddu á ljóðalestur og söng og síðast en ekki síst fluttu þeir sín eigin ljóð fyrir bekkjarfélagana, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þessi heimsókn var liður í hinni árlegu ljóðahátíð Haustglæður. Hún samanstendur af ýmsum viðburðum sem tengjast íslenskri ljóðlist og fara þeir fram í Fjallabyggð frá sept. – des. ár hvert. Það eru Félag um Ljóðasetur Íslands og Umf Glói sem standa að hátíðinni og Fjallabyggð og Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra styrkja framkvæmd hennar.   Frétt og mynd: Ljóðasetur...

Lesa meira

Hvar er verkalýðshreyfingin þegar kemur að hennar eigin málum?

“Þögnin og Heiðveig” Á facebook síðu sinni skrifar Össur Skarphéðinsson fyrrverandi sjómaður: “Hvar er verkalýðshreyfingin þegar kemur að hennar eigin málum? Hvar er hinn nýkjörni forseti ASÍ? – Er það virkilega þannig að ekkert verkalýðsfélag ætlar að andmæla því að þegar kona í uppreisn býður sig fram til formanns í Sjómannafélaginu þá er hún rekin úr félaginu? Ekki þekki ég neitt til málanna en af fréttum að dæma hefur hin brottrekna kona ærin málefnaleg rök til andspyrnu. Í venjulegu samfélagi gera menn út um það með lýðræðislegum hætti. Í kosningu. Ekki með aftöku. Þögn verkalýðshreyfingarinnar – þögn ASÍ –...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal

nóvember 2018
S M Þ M F F L
« okt   des »
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930