Advertisement

Dagur: 6. nóvember, 2018

Flott framtak hjá níunda bekk

Það hefur vakið athygli viðskiptavina Kjörbúðarinnar á Siglufirði að þar hefur verið settur upp kassi með heimagerðum innkaupapokum. Pokana gerðu níundu bekkingar til að lána þeim viðskiptavinum sem gleymt hafa margnota pokunum sínum heima og koma í veg fyrir óþarfa plastnotkun. Viðskiptavinir geta síðan skilað pokunum í næstu ferð í búðina. Frumlegt og skemmtileg framtak hjá unglingunum í níunda bekk, þau eru svo sannarlega að leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfið þar sem einnota umbúðir eru svo allt of algengar. Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir...

Lesa meira

Fólk deyr úr þessum sjúkdómi

Fíknsjúkdómar eru ein alvarlegasta heilbrigðisvá sem samfélagið stendur frammi fyrir. Enginn sjúkdómur leggur jafn margt ungt fólk að velli. SÁÁ varð fyrir barðinu á stórfelldum niðurskurði eftir hrun en þá ákváðu stjórnvöld að hætta að greiða fyrir fæði og húsnæði sjúklinga í eftirmeðferð. Þá hafa göngudeildir verið reknar alfarið án fjármagns frá ríkinu frá árinu 2014. Á sama tíma hefur flýtiinnlögnum frá Landsspítala, lögreglu og barnaverndarnefndum fjölgað en þær eru nú rúmlega helmingur allra innlagna. Meðan stór hluti af söfnunarfé samtakanna fer til að sinna lögboðinni heilbrigðisþjónustu er lítið svigrúm til að bæta þjónustuna, en sárlega þarf að aðskilja...

Lesa meira

Ný bók að koma út hjá Síldarminjasafninu

Starfsfólk Síldarminjasafnsins hefur unnið að útgáfu ljósmyndabókar undanfarið ár. Mikill metnaður var lagður í gerð bókarinnar sem telur rúmar 300 síður. Bókin, sem ber heitið Siglufjörður. Ljósmyndir/Photographs 1872-2018, er væntanleg úr prentun í desemberbyrjun. Á kápu bókarinnar segir: Siglufjörður. Fáir bæir eiga jafn viðburðaríka sögu og Siglufjörður; hið ótrúlega ris staðarins sem byggðist á síldinni, einum helsta örlagavaldi Íslendinga á 20. öld. Lítið og afskekkt hákarlaþorp komst óvænt í alfaraleið erlendra fiskveiðiþjóða og varð að höfuðstað síldarinnar í Atlantshafi. En svo hvarf síldin – hvað gerðist þá í þessari litlu borg við ysta haf? Hér er sagan rakin í 140 völdum ljósmyndum og stuttum textum á...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal

nóvember 2018
S M Þ M F F L
« okt   des »
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930