Advertisement

Dagur: 8. nóvember, 2018

Fjallabyggð útnefnir nýjan bæjarlistamann

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt á fundi sínum miðvikudaginn 7. nóvember 2018 að útnefna Hólmfríði Vídalín Arngrímsdóttur sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2019. Hólmfríður er fædd í Reykjavík og hefur búið í Ólafsfirði frá árinu 1976 og hefur starfað að myndlist með leir sem aðalefni í 28 ár. Á árunum 2009  – 2012  stundaði hún nám við keramikdeild Århus kunstakademi í Danmörku. Frá árinu 2016 hefur hún stundað nám í  myndlist við Menntaskólann á Tröllaskaga. Hólmfríður hefur tekið þátt í samsýningum í Danmörku og á Íslandi í Reykjavík, á Akureyri og Dalvík. Hún átti verk á sýningunni Keramik í Listasafni...

Lesa meira

Bæjarstjórnarfundir í beinni ?

Nýlega sendu FM Trölli og Trölli.is erindi til Bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem Trölli býðst til þess að senda bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar út beint, – án endurgjalds. Forsaga málsins er sú að Trölli.is sendi Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar fyrir nokkru ýmsar hugmyndir um mögulegt samstarf Trölla og Fjallabyggðar. Ein hugmyndin sem Trölli setti fram er að senda bæjarstjórnarfundina út beint, bæði hljóð og mynd. Nefndin afgreiddi það á fundi sínum þann 24.10 með því að áframsenda erindið til Bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráðs á 578. fundi  var þessi: „Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem ekki er gert ráð...

Lesa meira

Gagnagrunnur um menningarstarf á Norðurlandi

Eyþing og SSNV hafa nú opnað viðamikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi sem nefnist Menningarbrunnur – Gagnagrunnur um menningarstarf á Norðurlandi. Skráning í grunninn er aðilum að kostnaðarlausu og verður skráning og viðhald upplýsinga í höndum Eyþings og SSNV. Menningarbrunnur – Gagnagrunnur um menningartengda þjónustu á Norðurlandi hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra sem áhersluverkefni 2015. Í grunninum er að finna upplýsingar um: Hátíðir Húsnæði Hönnunarhús/gallerí Menningarstofnanir/félög Svæðisbundna fjölmiðla Söfn/setur Tónlist Útilistaverk Vinnustofur listamanna Menningarbrunnurinn er aðgengilegur á heimasíðu Fjallabyggðar undir Mannlíf – menning og listir. Frekari upplýsingar um gagnagrunninn veita Vigdís Rún Jónsdóttir verkefnastjóri menningarmála hjá Eyþingi, netfang vigdis@eything.is...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

nóvember 2018
S M Þ M F F L
« okt   des »
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930