Advertisement

Dagur: 9. nóvember, 2018

Atli Tómasson með einkasýningu í Kaktus

Atli Tómasson er ungur Ólafsfirðingur útskrifaður úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2017 og heldur hann sína fyrstu einkasýningu eftir útskrift í Kaktus á Akureyri. Sýningin opnar föstudaginn 9. nóvember kl 20:00- 22:00. Einnig verður hún opin 10. nóvember 14:00-16:00 og sunnudaginn 11. nóvember 14:00-16:00 Kaktus er staðsett í Strandgötu 11b Öll verkin eru máluð með olíu og þemað er breytingar í andlitum fólks eins og Atli segir sjálfur. „Þegar ég tala um breytinguna er ég að spá í fólk sem lætur tattoo-a sig gata eða breyta sér. Sýni það svo á móti andlitum sem breyttust af utanaðkomandi ástæðum sem...

Lesa meira

Jólakvöld á Siglo – myndir

Fréttamaður Trölla fór á stúfana í gærkvöldi og leit við á nokkrum stöðum í tilefni þess að allmörg fyrirtæki á Siglufirði tóku sig saman og höfðu opið „Jólakvöld“ eins og undanfarin ár. Talsvert var af fólki í bænum og viðmælendur Trölla almennt ánægðir með kvöldið. Myndirnar tala sínu máli. Næsta Jólakvöld verður fimmtudagskvöldið 6. desember.   Aðalbakarí Siglufirði:   Siglufjarðar apótek:   Frida súkkulaðikaffihús:   Harbour House Café:   Hjarta bæjarins:   Hannes Boy:   Segull 67 brugghús:   Snyrtistofa Hönnu:   Sigló Hótel:   Siglósport:   SR Byggingavörur:     Veitingastaðurinn Torgið:   Frétt og myndir: Gunnar Smári...

Lesa meira

Leggja til að systkinaafsláttur gildi á milli skólastiga

H-listinn í Fjallabyggð gerði tillögu að breytingu á gjaldskrám Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar 62. fundi Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar 6. nóvember 2018. Lagt var til að systkinaafsláttur gildi á milli skólastiga. Það er að segja að fyrirhugaður bættur systkina afsláttur á vistgjöldum í Leikskóla Fjallabyggðar haldi sér inn í vistgjöld lengdrar viðveru í grunnskólanum. Með þessu væri komið til móts við fjölskyldur með mörg ung börn, og ætti ekki að skipta máli á hvaða skólastigi systkini eru sem njóta vista á stofnunum sveitarfélagsins. Tillagan var borin upp til samþykktar og samþykkt með 5 atkvæðum og vísað til umfjöllunar í bæjarráði....

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

nóvember 2018
S M Þ M F F L
« okt   des »
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930