Advertisement

Mánuður: desember 2018

Bangsi – viðtal á FM Trölla

Björn Þórir Sigurðsson Björn Þórir Sigurðsson „Bangsi“ fæddist í norðurherberginu á þinghúsloftinu á Hvammstanga 18. febrúar 1935. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga 22. september 2018. Foreldrar hans voru Ósk Jónsdóttir frá Ánastöðum, f. 10. júlí 1893, d. 21. febrúar 1964, húsmóðir, og Sigurður Davíðsson kaupmaður, f. í Syðsta-Hvammi 13.9. 1896, d. 27. mars 1978. Bangsi var ókvæntur og barnlaus en átti einn albróður; Jón, f. 1930, d. 2008, og fimm hálfsystkini samfeðra: Davíð, f. 1919, d. 1981, Önnu, f. 1921, d. 1996, Halldór, f. 1923, d. 2011, Garðar, f. 1924, og Guðmann, f. 1928, d. 2004. Bangsi...

Lesa meira

Viðtal við hjónin á Tannstaðabakka

Síðastliðið sumar tók FM Trölli viðtal við hjónin Skúla og Ólöfu á Tannstaðabakka í Hrútafirði. Saman reka þau mikið kjúklingaeldi á Tannstaðabakka. Auk þess að vinna við kjúklingabúið glímir Ólöf við Parkinsons sjúkdóminn m.a. með því að sauma vegleg bútasaumsteppi sem víða eru þekkt. Skúli er tónlistarmaður og hagleiksmaður á tré og járn, auk þess að vinna við búið. Viðtalið, sem er á dagskrá FM Trölla á nýársdag kl. 13, tekur rúma klukkustund í flutningi og er þar margt spjallað og glatt á hjalla, enda þau hjónin afar glaðvær. FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga og FM...

Lesa meira

Jákvæð sýn á samfélagið

Eins og lesendum er kunnugt hefur val á manni ársins farið fram á Trölla.is og urðu þær Anita Elefsen og Ida Semey hlutskarpastar úr hópi samborgara sinna. Góð þátttaka var í tilnefningum og afar ánægjulegt að sjá hin jákvæðu ummæli sem fylgdu með öllum nöfnum sem send voru inn. Nokkrir af þessum aðilum fengu margar tilnefningar þótt hér fylgi aðeins einn rökstuðningur af handahófi með hverjum og einum. Ljóst er þegar litið er á þessa upptalningu að við búum í góðu samfélagi með fjöldann allan af einstaklingum sem vinna af heilindum fyrir heildina.   Meðal þeirra sem hlutu tilnefningar...

Lesa meira

Flugeldasýning Stráka með nýjum græjum

Björgunarsveitin Strákar verður með flugeldasýningu á Siglufirði í kvöld kl. 21 á Vesturtanga. Fréttamenn Trölla fengu að kíkja inn í skemmu hjá þeim í gær þegar sprengjusérfræðingar sveitarinnar voru að undirbúa sýninguna. Þetta verður í fyrsta sinn sem notaður er nýr tölvustýrður búnaður til að kveikja í flugeldunum og mátti greina talsverðan spenning í strákunum sem við töluðum við. Búnaðurinn er af sömu gerð og notaður hefur verið undanfarin ár á Fiskideginum mikla á Dalvík, og voru Dalvíkingar fengnir til að miðla af reynslu sinni í notkun búnaðarins og aðstoða við forritun. „Ef eitthvað klikkar þá er það Dalvíkingunum...

Lesa meira

Áramótabrennur í Fjallabyggð

Tvær brennur verða í Fjallabyggð nú um áramótin, á Siglufirði og í Ólafsfirði. Kveikt verður í áramótabrennunni í Ólafsfirði kl. 20:00 og verður brennan við Ósbrekkusand. Hálftíma síðar eða kl. 20:30 verður svo kveikt í brennunni á Siglufirði, nánar tiltekið sunnan við Rarik.  Að vanda er það Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) sem hefur umsjón með áramótabrennunum. Á báðum stöðum verða flugeldasýningar en þær annast Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði og Björgunarsveitin Tindur í...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

desember 2018
S M Þ M F F L
« nóv   jan »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031