Advertisement

Dagur: 2. desember, 2018

Siglufjarðarvegur lokaður

Siglu­fjarðar­vegi var lokað klukk­an 22 í kvöld vegna snjóflóðahættu. Fréttaritarar Trölla.is urðu frá að hverfa vegna lokunarinnar við Hraun í Fljótum og ætla að freista þess að fara Öxnadalsheiði og Ólafsfjarðarmúla til Siglufjarðar. Á Norður­landi er víðast hvar nokk­ur hálka, snjóþekja eða þæf­ings­færð s.s. á milli Hjalteyrar og Dalvíkur, og eins á Víkurskarði. Sum staðar er élja­gang­ur eða skafrenn­ing­ur, einkum á Trölla­skaga og í Eyjaf­irði. Þetta kem­ur fram í upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni.   Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir...

Lesa meira

Anna Hermína stendur fyrir jólapakkasöfnun

Í vikunni kom hópur barna af Leikskólanum á Siglufirði og hitti Önnu Hermínu fyrir í vinnunni, þar afhentu þau henni jólapakka sem eiga að fara til þeirra sem minna mega sín. Anna Hermína á Siglufirði hefur staðið fyrir jólagjafasöfnun undanfarin átta ár fyrir jólin í samvinnu við mæðrastyrksnefnd. Pakkana sendir hún síðan suður til mæðrastyrksnefndar sem úthlutar þeim til þeirra sem minna mega sín. Hún hefur þegar fengið afhenta 130 pakka frá íbúum og fyrirtæknum í Fjallabyggð, í fyrra sendi hún alls frá sér um 200 pakka. Árið 2017 bárust beiðnir frá um 900 fjölskyldum til mæðrastyrksnefndar svo þörfin...

Lesa meira

Glæsileg gjöf í Tíu dropum

Þátturinn Tíu Dropar verður á dagskrá í dag kl 13 – 15 Það eru „Tröllahjónin“ Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári sem stjórna þættinum. Í þættinum verður gefin vegleg gjöf sem heppinn hlustandi getur fengið með því að hringja inn í þáttinn á réttum tíma. Gjöfin að þessu sinni er ekki af verri endanum, vetrarkort á skíðasvæðið í Skarðsdal. Kortið gildir fyrir tvo fullorðna og tvö börn eldri en 11 ára.   Skíðasvæðið Skarðsdal, Siglufirði opnar á allra næstu dögum, fáum frekari upplýsingar hjá Agli Rögnvaldssyni í þættinum í dag.   Skíðasvæðið samanstendur af 4 lyftum og 10 brekkum, ævintýraleið, hólabrautir,...

Lesa meira

Málefni fatlaðra

Fyrstu lög um málefni fatlaðra urðu þannig tilkomin hér á Íslandi, að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu á sínu 31. alsherjarþingi að árið 1981 skyldi vera alþjóðlegt ár fatlaðra. Í þeim enska texta las drengur að: „Orðið fatlaður á við hvern þann mann sem er ófær um að einhverju eða öllu leyti, eða á erfitt með að tryggja sér sjálfur nauðsynjar eða eðlilegan einstaklings lífsmáta eða viðurværi, vegna einhvers ágalla síns, andlegs eða líkamlegs ,hvort sem hann er meðfæddur eða áunnin.“ Í Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er notað orðið öryrki samanber 76. gr. Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur...

Lesa meira

Jólamarkaður í Tjarnarborg

Jólamarkaður í Menningarhúsinu Tjarnarborg er í dag, sunnudaginn 2. desember frá kl. 13.00 – 16.00 Fjöldi góðra muna og listilegt handverk, vöfflur, möndlur og sælgæti ásamt ýmsu öðru verður á þessum vinsæla jólamarkaði. Kveikt verður á jólatrénu í Ólafsfirði á milli kl. 15:00 og 16:00 og Skíðafélag Ólafsfjarðar verður á staðnum og býður upp á kakó og piparkökur ásamt því að nýji troðarinn verður til...

Lesa meira
  • 1
  • 2

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

desember 2018
S M Þ M F F L
« nóv   jan »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031