Advertisement

Dagur: 6. desember, 2018

Dagur íslenskrar tónlistar

Í dag, fimmtudaginn 6. desember, er dagur íslenskrar tónlistar. Af því tilefni bjóða sumar tónlistar- veitur/verslanir afslátt á íslenskri tónlist. Nokkur ný jólalög hafa komið út síðustu daga, og hér má hlýða á tvö þeirra: Friðrik Ómar – Desember https://trolli.is/wp-content/uploads/2018/11/Desember_Master-01.mp3   Stjórnin – Enn ein jól...

Lesa meira

Grétar Rafn ráðinn til Everton

Fótbolti.net tilkynnti það í morgun að Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson er hættur sem yfirmaður fótboltamála hjá Fleetwood Town en hann er að taka við sem yfirnjósnari Everton í Evrópu. Vefsíðan Training Ground Guru greinir frá þessu í dag. Þar kemur fram að síðasti vinnudagur Grétars hjá Fleetwood hafi verið í gær og að Everton muni tilkynna formlega um ráðningu hans á morgun. Grétar Rafn hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood í tæp fjögur ár eða síðan í janúar 2015. Hann hefur meðal annars unnið mikið í leikmannamálum félagsins. Marcel Brands var ráðinn sem yfirmaður íþróttamála hjá Everton í sumar...

Lesa meira

Stóðið gat enga björg sér veitt í þessum jarðbönnum

Björgunarsveitin Tindur í Ólafsfirði fékk það verkefni 3. desember síðastliðinn að aðstoða hestastóð til byggða sem komst hvergi vegna fannfergis. Lagt var á stað kl. 10.00 um morguninn inn í sveit og komið með stóðið til byggða um kl. 16.00 síðdegis. Notaðir voru snjósleðar til að komast að hrossunum og sóttist ferðin vel. Hestarnir voru frekar þrekaðir þegar komið var með þá í hús enda gátu þeir litla björg sér veitt í þessum jarðbönnum.   Hér eru nokkrar myndir og myndband sem Guðmundur Ingi Bjarnason einn leiðangursmanna tók í ferðinni.   https://trolli.is/wp-content/uploads/2018/12/47409508_359891431238823_7637147765791581452_n.mp4                ...

Lesa meira

Árlegt jólakvöld í Ólafsfirði á morgun

Hið árlega jólakvöld verður haldið á morgun, föstudagskvöldið 7. desember í miðbæ Ólafsfjarðar. Hefst það kl.19:30 og stendur fram eftir kvöldi. Þá verður miðbærinn lokaður fyrir umferð ökutækja og hluti Aðalgötunnar gerður að göngugötu. Ýmiskonar varningur verður til sölu í jólahúsum, Pálshúsi, Gallerý Uglu og Smíðakompu Kristínar. Einnig verða Kaffi Klara og Kjörbúðin opin. Jólasveinasafn Egils Sigvaldasonar verður til sýnis í Pálshúsi. Tónlistarfók kemur fram á svæðinu og húsum í kring. Lifandi tónlist kl.22 í Tjarnarborg! Fólk er hvatt til þess að mæta á svæðið og njóta kvöldsins í Jólabænum Ólafsfirði!   Forsíðumynd: Guðný...

Lesa meira

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í dag

Fimmtudaginn 6. desember kl. 16.00 -22.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir málverkasýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Verkin eru unnin í vinnustofudvöl í Svorbæk í Danmörku á haustdögum og bera yfirskriftina frjó. Sýningin er opin út næstu helgi og virka daga kl. 14.00 – 17.00 þegar skilti er úti. til 21. des. Ár hvert hefur skapast sú hefð að Aðalheiður setur upp nýjustu verk sín í galleríinu sem eru þá oft á tilraunastigi. Þannig gefur hún áhorfendum innsýn í þróunarferli listsköpunar og um leið opnar hún fyrir samtal um það efni. Aðalheiður segir um verkin. Undanfarin ár hef ég hugsað...

Lesa meira
  • 1
  • 2

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

desember 2018
S M Þ M F F L
« nóv   jan »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031