Advertisement

Dagur: 7. desember, 2018

Andri Hrannar í föstudagsstuði

Í dag komu börn af leikskólanum Leikskálum og sungu nokkur lög í beinni útsendingu í þætti Andra Hrannars, Undralandinu. Þau eru orðin spennt fyrir jólunum og voða kát að fá að syngja í útvarpið. Þátturinn í dag er stútfullur af skemmtilegheitum, Andri Hrannar gefur þar á meðal heppnum útvarpshlustendum hamborgarhrygg og konfekt frá Kjörbúðinni og eitthvað spennandi góðgæti frá Torginu. Það er um að gera að hlusta á FM Trölla. Hægt er að hlusta: Hér...

Lesa meira

Kveikt á krossum og jólatré í Ólafsfirði

Fimmtudagskvöldið 6. desember var kveikt á jólatrénu sem rótarýklúbburinn setti upp samkvæmt hefð í kirkjugarðinum í Ólafsfirði. Samhliða var svo kveikt á leiðiskrossunum sem klúbburinn hefur umsjón með. Þetta er hátíðleg stund sem fjöldi bæjarbúa sækir jafnan og var þar engin undantekning á í þetta sinn. Ave Kara settur forseti klúbbsins og stjórnandi kirkjukórsins setti athöfnina og því næst söng kirkjukórinn. Sóknarpresturinn, séra Sigríður Munda flutti stutta hugvekju og hún ásamt þremur félögum úr klúbbnum lásu úr ritningunni. Kirkjukórinn söng í lok þessar fallegu athafnar. Hér að neðan eru skemmtilegar myndir sem K. Haraldur Gunnlaugsson tók frá því rótarýfélagar...

Lesa meira

Undur Hafsins kynnt á Akureyri

Primex Iceland sem staðsett er í vinabænum Siglufirði verður með kynningu á ChitoCare Beauty, náttúrulegu íslensku húðvörunum sem unnin eru úr hráefni úr hafinu við Íslandsstrendur í Kistu í dag. Sjá nánar: Hér Gæði vörunnar hefur vakið mikla athygli, falleg gjöf í fallegum umbúðum. SÉRSTAKT KYNNINGARVERÐ Í DAG – AÐEINS Í DAG ! Komið og prófið áhrif undur hafsins á húðina! Body Lotion frá ChitoCare Beauty er frábær leið til að mýkja húðina eftir sturtu eða til að fríska sig við eftir langan dag. Það er hlaðið náttúrulegum, mýkjandi og rakagefandi innihaldsefnum sem gera húðina mjúka, slétta og geislandi....

Lesa meira

Útgáfuhóf í Gránu

Í gær var útgáfuhóf í Gránu, sem er eitt húsa Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði. Tilefnið var útgáfa bókar sem nefnist „Siglufjörður. Ljósmyndir / Photograps 1872-2018“. Bókin er gefin út í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis og 200 ára verslunarafmælis Siglufjarðar. Höfundar bókarinnar eru starfsfólk Síldarminjasafnsins, Anita Elefsen safna- og sagnfræðingur, Steinunn María Sveinsdóttir sagnfræðingur og Örlygur Kristfinnsson fyrrum safnstjóri. Útgefandi er Síldarminjasafn Íslands. Bókin er framlag Síldarminjasafnsins til samfélagsins. Lesnir voru valdir kaflar úr bókinni, sagt frá tilurð hennar og vinnsluferli og sýndar myndir sem fylgja þeim köflum sem lesnir voru. Á eftir var boðið upp á léttar veitingar. Fjöldi...

Lesa meira

Tillaga H-lista felld

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar 5. desember 2018 var lögð fram tillaga frá H-lista í Fjallabyggð um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar, dagsett 4. nóvember 2018. Lagt var til að suðurhluti Lækjargötu, milli Aðalgötu og Gránugötu, verði skilgreindur sem útisvæði í stað bílastæða skv. teikningu sem lögð var fram á fundinum. Tillögu H-lista var hafnað með fjórum atkvæðum (Brynja I. Hafsteinsdóttir, Hjördís H. Hjörleifsdóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Konráð K. Baldvinsson) gegn einu (Helgi...

Lesa meira
  • 1
  • 2

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

desember 2018
S M Þ M F F L
« nóv   jan »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031