Advertisement

Dagur: 3. janúar, 2019

Umfjöllun um Vaðlaheiðargöng

Vaðlaheiðargöng eru veggöng undir Vaðlaheiði, milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Göngin eru um 7,2 km í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og heildarlengd vegskála er 280 m, samtals um 7,5 km. Með göngunum styttist vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 km og ekki þarf lengur að fara um fjallveginn Víkurskarð þar sem vetrarfærð er oft erfið.     Gjald­taka í Vaðlaheiðargöng­um hófst í gær 2. janúar. Göng­in voru opnuð fyr­ir um­ferð 21. des­em­ber og hafa öku­menn getað ekið gjald­frjálst í gegn­um göng­in en þurfa hér eft­ir að greiða á bil­inu 700 til 6.000 krón­ur fyr­ir ferðina. Fullt veggjald fyr­ir...

Lesa meira

Af hverju var ekki flaggað á nýársdag?

Fengum fyrirspurn frá lesanda með spurningu til Fjallabyggðar um hvers vegna er ekki var flaggað á nýársdag við Ráðhúsið. Höfum sent spurninguna á Fjallabyggð og birtum svarið um leið og það berst.   Spurningin er eftirfarandi. Hvernig ætli standi á því að ekki hafi verið flaggað við Ráðhús Fjallabyggðar á nýársdag? Það er opinber fánadagur, sbr. það sem hér er fyrir neðan, úr Almanaki Háskóla Íslands.   Fánadagar    Um fánadaga gildir eftirfarandi forsetaúrskurður frá 23. janúar 1991 með breytingu sem auglýst var 17. desember 2008 þegar fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar var gerður að fánadegi. Draga skal fána á stöng...

Lesa meira

Agnes Anna Sigurðardóttir á Árskógssandi fékk Fálkaorðuna

Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 1. janúar 2019, sæmdi forseti Íslands, herra Guðni Th Jóhannesson, 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Meðal þeirra var Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi, sem fékk riddarakrossinn fyrir framlag til þróunar atvinnulífs í heimabyggð.   Bruggsmiðjan Kaldi var stofnuð árið 2006 af hjónunum Agnesi og Ólafi, en hugmyndin að bruggsmiðjunni kviknaði hjá Agnesi. Fyrsta bruggun var 22 ágúst 2006 og fyrsta átöppun var 28 september sama ár. Formleg opnun var síðan 30 september 2006.   Listi yfir þá sem fengu fálkaorðuna í þetta skiptið er hér fyrir neðan....

Lesa meira

Hefurðu gaman af því að vinna með unglingum?

Hefurðu gaman af því að vinna með unglingum? Hefurðu áhuga á því að taka þátt í að gera samfélagið þitt betra? Finnst þér gaman að læra um nýja menningu? Hefurðu áhuga á náttúru? Húnaklúbburinn er að leita að æskulýðsleiðtoga í hlutastarfi til að leiða starf klúbbsins frá janúar – desember 2019. Samningurinn yrði gerður til 1 árs með möguleika á framlengingu. Þekking á umhverfismenntun er ekki nauðsynleg en hins vegar þarf þessi einstaklingur að vera tilbúin/n til að fræðast um íslenska vistkerfið og afþreyingu utandyra á eigin vegum. Þessi einstaklingur þarf að vera tilbúin/n til að ferðast innanlands og...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

janúar 2019
S M Þ M F F L
« des   feb »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031