Advertisement

Dagur: 9. janúar, 2019

Strákar standa vaktina

Nú er nokkuð hvasst á Norðurlandi og vindhviður geta verið varasamar. Mikilvægt er að festa alla lausamuni og annað sem getur fokið. Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði stendur vaktina, en þegar þetta er ritað hafa þeir farið í tvö minni háttar verkefni á Siglufirði. Það er óeigingjarnt starf sem björgunarsveitir landsins vinna fyrir samborgarana, í sjálfboðavinnu, jafnt á nóttu sem degi....

Lesa meira

Auknar eftirlitsheimildir Þjóðskrár Íslands með lögheimilisskráningu

Ný lög um lögheimili og aðsetur og reglugerð um sama efni tóku gildi 1. janúar 2019. Markmið laganna og reglugerðar er að stuðla að réttri skráningu lögheimilis og aðseturs á hverjum tíma og tryggja réttaröryggi í meðferð ágreiningsmála er varðar skráningu lögheimilis. Vakin er sérstök athygli á auknum eftirlitsheimildum Þjóðskrár Íslands með lögheimilisskráningu. Þegar uppi er vafi um rétta skráningu á lögheimili er Þjóðskrá Íslands heimilt að óska eftir upplýsingum frá stjórnvöldum og fyrirtækjum í einkarekstri, sem búa yfir eða varðveita upplýsingar um búsetu einstaklinga, í þeim tilgangi að ákvarða rétta skráningu. Stjórnvöldum og fyrirtækjum í einkarekstri er rétt...

Lesa meira

Vestan hvellur fyrir norðan seinnipartinn

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að vissara sé að fylgjast með veðurútlitinu, eins og spáin lítur út má reikna með hinu versta seinnipartinn í dag. Háloftastrengurinn kemst norður fyrir land. Þar V-átt. Veldur óðadýpkun lægðar lengst norður með austurströnd Grænlands. Sú lægð keyrir upp V-átt norður af landinu. Loftið reyndar komið ofan af Grænlandi að mestu og það skraufþurrt. Á móti heldur hæðin mikla hér suðausturundan.     Fyrir vikið nær VSV vindur sér mjög á strik norðanlands einnig nærri yfirborði þegar líður á morgundaginn. Sérstaklega annað kvöld. Spákortið af Brunni Veðurstofunnar sýnir vindhraða í fjallahæð (um 1.100 m) á miðnætti úr nýjustu...

Lesa meira

Met í fjölda nemenda

Skráðir nemendur í MTR eru 383 í dag. Meirihluti er fjarnemar en mjög stór hluti þeirra er skráður með MTR sem aðalskóla. Samtals á þetta við um 336 nemendur. Þeir munu í fyllingu tímans útskrifast frá skólanum ef áform ganga eftir. Langflestir áfangar eru fullir og því miður hefur þurft að vísa frá allmörgum einstaklingum sem óskað hafa eftir að stunda nám við...

Lesa meira

Grunur um salmonellu í Holta kjúklingi

Matvælastofnun varar við neyslu á Holta/Kjörfuglskjúklingi með rekjanleikanúmeri 005-18-84-3-01 vegna gruns um salmonellu sem fannst í reglubundinni sýnatöku við slátrun. Reykjagarður, sem framleiðir vöruna, hefur innkallað hana af markaði. Viðvörunin/innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu: Vörumerki: Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta og Kjörfugls Vöruheiti: Ýmis Rekjanleikanúmer: 005-18-84-3-01 Framleiðandi: Reykjagarður Dreifing: Verslun Krónunnar í Vallakór, Granda, Bíldshöfða, Háholti og Lindum. Verslanir Hagkaupa í Spönginni, Akureyri, Eiðistorgi, Akrabraut og Flatahrauni. Costco, verslanir Nettó í Hafnarfirði og verslanir Iceland í Engihjalla, Hafnarfirði og Vesturbergi. Neytendum sem hafa keypt kjúklinga með þessu lotunúmeri er bent á að skila vörunni til viðkomandi...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal

janúar 2019
S M Þ M F F L
« des    
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031