Advertisement

Dagur: 10. janúar, 2019

Malbik og menning I

Í frétt hér á Trölla.is fyrir skömmu var látið að því liggja að stjórnendur Fjallabyggðar hefðu meiri áhuga á malbiki en menningu. Sjá: https://trolli.is/baejarstjornarfundir-i-beinni/ Það varð kveikjan að því að undirritaður fór að skoða menningarmál í Fjallabyggð og hvernig áhugi og gjörðir bæjarstjórnenda í þeim efnum koma fyrir sjónir. Verður þessi athugun birt hér á fréttasíðunni í fjórum pistlum. Fyrst er svolítið um menningarstefnu sveitarfélagsins, þá verður fjallað um stöðu og þýðingu menningar á staðnum, hvernig fór um Menningarsjóð Sparisjóðs Siglufjarðar og loks hvort löglega var staðið að umbreytingu sjóðsins. (P.s. – Síðan þessir pistlar voru skrifaðir í lok...

Lesa meira

Hárið í Húnaþingi

Leikflokkur Húnaþings vestra hefur hafið æfingar á söngleiknum Hárið sem verður sýndur nk. páska í Félagsheimilinu Hvammstanga. Þátttakendur verða um 35 manns og eru 5 sýningar áætlaðar. Félagið fjárfesti nú á dögunum í þráðlausum hljóðnemum fyrir rúma milljón króna sem á eftir að koma að góðum notum í starfsemi félagsins. Sýningar á Hárinu verða auglýstar nánar á komandi vikum. Búast má við glæsilegri sýningu með nýjum ljósabúnaði og hljóðtækjum sem leikflokkurinn hefur fjárfest í undanfarið.                   Forsíðumynd: af...

Lesa meira

Mikil aukning á hraðakstursbrotum

Mikill þungi var lagður í umferðaröryggismál hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra á liðnu ári. Sérstök umferðardeild var sett á fót innan embættisins sem hafði það að megin markmiði að ná niður umferðarhraða í umdæminu og fækka þar með umferðarslysum. Nú liggur niðurstaða ársins fyrir og er ánægjulegt frá því að segja að mjög vel tókst til, mikil fjölgun í kærðum umferðalagabrotum og veruleg fækkun umferðarslysa sem hvorugt á sér fordæmi. Alls fjölgaði kærðum umferðarlagabrotum úr 3054 árið 2017 í 7332 árið 2018. Kærum vegna hraðaaksturs fjölgaði á sama tíma úr 2797 í 6874. Til en frekari samanburðar voru kærð...

Lesa meira

Einsöngstónleikar í Tjarnarborg

Menningarhúsið Tjarnarborg auglýsir: Einsöngstónleikar – Maurice Rommers, Tamir Chasson Sunnudaginn 13. janúar, kl. 20. Maurice Rommers flytur ítölsk lög, Schubert, skandinavísk lög, þar á meðal Sibelius, og íslensk lög við undirleik Tamir Chasson Kynnir er Jón Þorsteinsson sem býður til tónleikanna sem framlag sitt til Markaðsstofu Ólafsfjarðar. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis....

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal

janúar 2019
S M Þ M F F L
« des    
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031