Hall­dór Þrast­ar­son, einn liðsmanna Mann­vits í WOW Cyclot­hon-hjól­reiðakeppn­inni, var bratt­ur þegar mbl.is tók hann tali rétt upp úr miðnætti í Staðarskála í kvöld. Hann seg­ir þreyt­una ekki farna að segja til sín hjá sér, en hafði meiri áhyggj­ur af liðsfé­laga sín­um sem kom til lands­ins með flugi í morg­un.

Veðrið hef­ur leikið við kepp­end­urna, mjög bjart er í veðri og al­veg úr­komu­laust fyr­ir utan nokkra dropa í byrj­un ferðar. Liðin eru mörg að nálg­ast Staðarskála þar sem hús­bíl­ar eða aðrir fylgd­ar­bíl­ar bíða marg­ir eft­ir liðsfé­lög­un­um. Önnur eru kom­in lengra en Team Sansa leiðir í B-flokki og nálg­ast Blönduós. Liðin má sjá í beinni hér.

Að sögn Hall­dórs hef­ur allt gengið sam­kvæmt áætl­un hjá liði sínu. „Við erum búin að vera að ná meðal­hraðanum sem við vild­um, 32 til 34 [km/​klst],“ sagði Hall­dór í sam­tali við mbl.is. „Við náðum mjög góðu starti, það var smá bras í Hval­f­irðinum, útaf skipt­ing­un­um þar. Full mikið af bíl­um,“ bæt­ir Hall­dór við en það lenti á hon­um að hjóla lengra en til stóð þar sem erfiðlega gekk fyr­ir liðsbíl­inn að kom­ast að hon­um og ná skipt­ingu.

 

Af mbl.is í gærkvöldi.