Um helgina var dýpkunarskipið Dísa að athafna sig í Hvammstangahöfn.

Með tímanum safnast sandur í botninn í innsiglingunni og við norðurbryggjuna þar sem flutningaskipin leggja að og voru skipstjórar farnir að finna fyrir því. Dýpkunarskipið átti leið hjá og þótti skynsamlegt að nýta það. Síðast var dýpkað árið 2013.

Dýpkunarskipið Dísa í Hvammstangahöfn

 

Dýpkunarskipið Dísa í Hvammstangahöfn

 

Frétt: hunathing.is
Myndir: Birgir Karlsson