Gefnar hafa verið út nýjar leiðbeiningar vegna gangna og rétta í COVID-19 ástandi. Er breytingin gerð í kjölfar þess að nándarmörk milli manna voru stytt úr 2 metrum í 1 metri.

Í réttum má túlka þessi nándarmörk þannig að í stað tveggja kinda reglu sem var í gildi er komin einnar kindar regla. Þá hefur þeim sem sinna mega réttarstörfum verið fjölgað úr 100 manns í 200.

Leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19 (08.09.2020)