Í dag föstudaginn 13. desember verður ekki skólaakstur í Húnaþingi vestra en skólinn og leikskólinn verða opnir.

Í Grunnskólanum verður ekki hefðbundin kennsla eftir stundaskrá en verkefni útbúin fyrir þá sem mæta.

Foreldrar á Hvammstanga sem kjósa að senda börnin ekki til skóla láti skólann vita í síma 455-2900 eða á netfangið grunnskoli@hunathing.is það er mikilvægt vegna áætlunar í mat.

Ekki verður farið í matsal þar sem erfitt verður að tryggja öryggi í þröngum snjóruðningum á götunum en útbúin verður morgun- og hádegishressing til neyslu í skólanum.