Tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,2 mældust tæpum þrjátíu kílómetrum norður af Siglufirði um klukkan sex í morgun.

Skjálftarnir nú eru átta kílómetrum norðar en skjálftahrinan sem varð á miðvikudag.

Sjá nánar: Snarpur jarðskjálfti á Siglufirði

Fram kem­ur á vef Veður­stof­unn­ar að um tug­ur eft­ir­skjálfta hafi mælst og sá stærsti þeirra var 2,7 að stærð.

Veðurstofunni hafa ekki borist neinar tilkynningar um að jarðskjálftarnir hafi fundist í byggð.