Fatagámar Rauða krossins við Eyjafjörð (Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og á Siglufirði) eru lokaðir. Fataverkefnið er unnið næstum eingöngu af sjálfboðaliðum, hvort heldur sem er tæming fatagáma, flokkun fatnaðar eða sala í fatabúðum.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í þessu verkefni eru að mestu fólk á besta aldri sem hefur verið beðið um að passi sérstaklega vel upp á sig á meðan veiran er á sveimi, og kemur þar af leiðandi ekki í vinnu til Rauða krossins.

Rauði krossinn segir “Við gerum okkur grein fyrir því að margir hafa verið duglegir að taka til í skápum heima hjá sér og vilja gjarnan losna við fatapokana, en til að hlífa sjálfboðaliðunum okkar og umhverfinu biðjum við ykkur að geyma pokana heima þar til við opnum aftur og alveg endilega ekki henda þeim í almennt sorp – við tökum stöðuna út frá upplýsingum frá Almannavörnum. Ljóst er að við munum ekki opna fyrr en í fyrsta lagi eftir 4.maí”.