Föstudagurinn þrettándi er eins og nafnið gefur til kynna föstudagur.

Þessi föstudagur er hins vegar kallaður föstudagurinn þrettándi því hann ber upp á 13. mánaðardag viðkomandi mánaðar.

Föstudagurinn þrettándi á engan sérstakan fastan dag á árinu.

Samkvæmt hjátrú eru slæmir atburðir líklegri til að gerast þegar þrettánda dag mánaðar ber upp á föstudegi.

Líku er farið með ýmsa aðra hjátrú á tölunni 13. Svo djúpt hefur þessi hjátrú rist að tryggingafélög gátu greint hærri tíðni slysa og óhappa á þessum degi. Ekki telja þó helstu vísindamenn að það stafi af því að dagurinn sé í raun óheilladagur, heldur að hjátrúarfullt fólk sé einum of stressað þennan dag.

MánuðurÁr
Janúar1978, 1984, 1989, 1995, 2006, 2012, 2017, 2023
Febrúar1976, 1981, 1987, 1998, 2004, 2009, 2015, 2026
Mars1981, 1987, 1992, 1998, 2009, 2015, 2020, 2026
Apríl1973, 1979, 1984, 1990, 2001, 2007, 2012, 2018
Maí1977, 1983, 1988, 1994, 2005, 2011, 2016, 2022
Júní1975, 1980, 1986, 1997, 2003, 2008, 2014, 2025
Júlí1973, 1979, 1984, 1990, 2001, 2007, 2012, 2018
Ágúst1976, 1982, 1993, 1999, 2004, 2010, 2021, 2027
September1974, 1985, 1991, 1996, 2002, 2013, 2019, 2024
Október1978, 1989, 1995, 2000, 2006, 2017, 2023, 2028
Nóvember1981, 1987, 1992, 1998, 2009, 2015, 2020, 2026
Desember1974, 1985, 1991, 1996, 2002, 2013, 2019, 2024

Heimild: Wikipedia