Miðvikudaginn 17. febrúar bjóða sveitarfélög um allt land frítt í sund sem aukaskammt af G-vítamíni dagsins sem er „Hreyfðu þig daglega“.

Húnaþing vestra og Fjallabyggð bjóða frítt í sund í dag, miðvikudaginn 17. febrúar.

 Að fara í sund, taka 100 metrana eða bara láta þreytuna líða úr sér í pottinum er G-vítamín í sinni tærustu mynd!

Hægt er að sjá lista yfir þær sundlaugar sem taka þátt hér: gvitamin.is/sund

 Um G-vítamín á þorra: Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar út lífið. Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt.