Þemað í Gestaherberginu núna á þriðjudaginn er Jack Black enda er hann bæði sexy og sjarmerandi.
Já og líka góður söngvari, ekki má gleyma því. Ef þú átt uppáhaldslag með Jack Black viljum við endilega fá að heyra af því svo við getum spilað það fyrir þig.

Að öðru leyti verður þátturinn mjög svo hefðbundinn – það er að segja mjög svo óskipulagður og ófyndinn.
Það verður spjall, óskalög, fréttir og svo tökum líka á móti símtölum en símanúmerið 0047 926 96 336.

Gestaherbergið er alla þriðjudaga á milli kl. 17 – 19 (að íslenskum tíma) á FM Trölla 103,7 og á https://trolli.is/gear/player/player.php svo það er hægt að hlusta hvar sem er… reyndar líka hvenær sem er því allir eldri þættir Trölla eru inni á síðunni.

Helga og Palli eru þáttastjórnendur Gestaherbergisins og er þátturinn sendur út beint frá Stúdíó 3 í Noregi.