Það er oft vel tekið á því á stóra sviðinu í Eurovision keppninni.

Frá Helgu Hinriks, bankastjóra Gleðibanka Helgu:
Næsti þáttur Gleðibanka Helgu er tilbúinn og fer hann í loftið kl. 13:00, föstudaginn 12. mars.
Þema þáttarins í þessari viku er Austur Evrópa. Tveir klukkutímar af tærri gleði (svona mestmegnis) 🙂

Gleðibanki Helgu er útvarpsþáttur þar sem allt fjallar um Eurovision og er hann á dagskrá alla föstudaga kl. 13:00-15:00 á Trölli FM 103.7 og á www.trolli.is.
Eins er hægt að fara inn á heimasíðu Trölla til að hlusta á gamla þætti sem þið hafið misst af eða viljið hlusta á aftur.



FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is