Kynningarfundur vegna fyrirhugaðrar seiðaeldisstöðvar Laxóss ehf. á Árskógssandi var haldinn miðvikudaginn 19. janúar 2022. Í ljósi aðstæðna var fundurinn haldinn í fjarfundi en var engu að síður mjög vel sóttur.

Á fundinum voru lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi og drög að breytingartillögu á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar. Auk þess voru lagðar fram þrívíddarteikningar sem sýndu fyrirhugaðar framkvæmdir. Um er að ræða atvinnuhúsnæði á iðnaðarlóð við Öldugötu, uppbyggingu á uppfyllingu austan ferjubryggju auk lagnatenginga.

Hér eru aðgengileg kynningargögn frá fundinum:

Kynning frá skipulagsráðgjafa verkefnisins

Kynning frá Laxós ehf

Mynd/Dalvíkurbyggð