Þegar fréttaritari dreif sig af stað í göngutúr í gærdag, eftir nokkurt hlé, var förinni heitið suður á fjörð á Siglufirði. Brá henni þá illilega í brún yfir sóðaskapnum.

Sárgrætilegt var þó að sjá að það voru heilu hraukarnir allstaðar í kringum ruslastampinn sem sérstaklega er merktur til að losa sig við hundaskít, var mest um skítinn þegar nær dró brúnni yfir Hólsá.

Fréttaritari hefur gengið þennan stíg óteljandi sinnum síðasta áratug og oft með hund, hefur það verið algjör undantekning að ganga fram á hundaskít svo þetta er með ólíkindum.

Er hér með skorað á þá hundaeigendur sem ekki nenna að hirða upp skítinn að sjá sóma sinn í því að gera það hér eftir. Þetta skemmir svo fyrir ábyrgum hundaeigendum að svona hegðun er óverjandi.

 

Sárgrætilegt var að sjá fullt af hundaskít nálægt ruslastampinum sem er sérstaklega ætlaður honum.

 

Þegar svona er skilið eftir á göngustígum þar sem almenningur fer til að nóta útiverunnar, eru óábyrgir hundaeigendur að skemma fyrir hundinum sínum og ábyrgum hundaeigendum

 

Skora á hundaeigendur að taka með sér ruslapoka í göngutúrinn og þrífa upp eftir besta vininn