Grunnskóli Fjallabyggðar hefur hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Styrkurinn er 11 borðtölvur og stefnt er að afhendingu búnaðar fyrir 1. september 2023.

Í ár styrkti sjóðurinn 30 skóla um sem nemur rúmum 5,5 milljónum króna. Styrkir skiptast í tvo meginflokka, annars vegar er úthlutað um 3,7 milljónum króna vegna námskeiða sem kennarar geta sótt til að efla sig í forritunarkennslu og hins vegar er úthlutað um 1,8 milljónum króna til kaupa á smátækjum í forritunar- og tæknikennslu ásamt úthlutun á notuðum tölvubúnaði sem hollvinir FF gefa sjóðnum árlega.

Sjóðurinn er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga á forritunarmenntun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins. Framtíðarsýn sjóðsins er aukin fræðsla og áhugi á meðal barna og unglinga á forritun og tækni. Sjá nánar um sjóðinn hér Forritarar framtíðarinnar