NÝTT LAG MEÐ JOE DÚBÍUS.

Lagið heitir Harmakvein og er samið og flutt af Andra / Joe Dúbíus sem er einnig söngvari hljómsveitarinnar Contalgen Funeral.

“Lagið er uppgjör við fortíðina, bæði það góða og slæma og minnir okkur á að gefast ekki upp.
Þegar við sleppum loksins takinu og ákveðum að halda áfram. Því lífið bíður ekki eftir neinum”

Andri Már Sigurðsson er íslenskur tónlistarmaður fæddur árið 1984. Hann er söngvari og gítarbanjóleikari í hljómsveitinni Contalgen Funeral. Hann hefur áður gefið út sólóplötur undir nafninu Joe Dubíus.

Nýja lagið – Harmakvein – má heyra hér – en það er einnig leikið á FM Trölla: