Þrátt fyrir að vel hafi gengið í baráttunni við COVID-19, þá hefur það sýnt sig að faraldurinn er ekki horfinn úr samfélaginu. Við þurfum því að halda áfram að vera meðvituð um einkenni og eigin heilsu.

Mögulegt smit?

Helstu einkenni

Helstu einkenni COVID-19 sýkingar minna á venjulega flensu: hiti, hósti bein- og vöðvaverkir sem og þreyta. Meltingareinkenni (kviðverkir, ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki mjög áberandi með COVID-19 en eru þó þekkt. Breytingar eða tap á bragð- og lyktarskyni verður vart hjá 20-30% sjúklinga.

Ef þig grunar að þú sért með smit:

Haltu þig heima og hafðu samband í síma 1700, þína heilsugæslu eða í gegnum netspjall á heilsuvera.is. Þar verður heilbrigðisstarfsfólk til svara og ráðleggur þér um næstu skref.

Það er mjög mikilvægt að hafir þú einkenni að fara ekki í eigin persónu á læknavakt eða heilsugæslu.

Ef þig grunar að einhver í þínu nærumhverfi sé smitaður/smituð:

Gættu þess að eiga ekki í nánu samneyti við viðkomandi. Ráðleggðu viðkomandi að hafa samband við 1700, heilsugæsluna eða heilsuvera.is og ræða einkenni þín og fá ráð um hvernig best er að bregðast við.

Rakning C-19 appið

Ef þú greinist með COVID-19 getur smáforritið Rakning C-19 hjálpað til við að rifja upp ferðir þínar þegar upp kemur smit eða grunur um smit. Appið er mikilvægur hlekkur í því viðamikla starfi sem er í gangi hér á landi vegna COVID-19.


Upplýsingar teknar af covid.is
Mynd: pixabay