Andri Hrannar Einarsson þáttargerðarmaður á FM Trölla kom og ræddi einlæglega við okkur í þættinum Tíu Dropar, um lífshlaup sitt, sem hefur verið þungt á köflum. Okkar ljúfi og góði Andri Hrannar hefur verið lengst allra með þætti á FM Trölla, hann fór fyrst í loftið árið 2013 og hefur verið með um 150 þætti.

Hann kom inn á baráttu sína við Bakkus og hvernig hann missti tökin á áfengisneyslu sinni sem ungur maður sem endaði síðan með því að hann tók ákvörðun um að fara í meðferð.

Einnig ræddi hann dóm sem hann fékk og dvölina í fangelsinu á Akureyri og hvernig hann þurfti að sofa sitjandi vegna verks í baki sem síðar átti eftir að koma í ljós að var æxli við mænuna sem var síðan fjarlægt.

Andri er öryrki eftir þetta æxli og talaði um þá baráttu, hvernig það er að vera í þeirri stöðu á Íslandi og hvernig þunglyndi hefur fylgt þessu og gert líf hans nánast óbærilegt á köflum. Þess má geta að líf öryrkja á Íslandi er algjört harðræði, fullar bætur með heimilisuppbót eru 240.000 kr. í útborguðum peningum á mánuði en ef öryrki heldur heimili með öðrum er greiðslan mun lægri.

 

Hér er hægt að hlusta á viðtalið.