Miðvörðurinn Jordan Damachoua hefur skrifað undir samning hjá KF!
Damak eins og hann er kallaður kom til KF á reynslu í lok félagsskiptagluggans og í dag skrifaði hann undir samning hjá KF.
Damak er fæddur árið 1991 og kemur hann frá Frakklandi. Damak hefur spilað síðustu tvo leiki fyrir KF og hefur hann sýnt að hann sé hörku varnarmaður og kemur hann til með að styrkja liðið í sumar.
Næsti leikur hjá KF er úti gegn Vængjum Júpíters 9. júní og má búast við því að Damak verði á sínum stað í vörninni.

Frétt og mynd fengin af vef: KF