Þann 10. febrúar var snjótroðari ferjaður frá Fyrir-Barði í Fljótum til Ólafsfjarðar yfir Lágheiðina.

Í för með bílstjóranum Óðni Frey Rögnvaldssyni var Halldór Gunnar Hálfdanarson bóndi á Molastöðum í Fljótum, sem tók meðfylgjandi myndir.

Sagði Halldór Gunnar um ferðalagið “sem áhugamanni um snjómokstur fannst mér mikið koma til afkastagetu tækisins.

Á leiðinni upp á Lágheiði týndum við veginum eins og meðfylgjandi mynd af “trackinu” sýnir.

Skyggni var afleitt og stundum er sagt að ekki sjáist milli stika, en í þessu tilfelli átti það ekki við þar sem stikurnar voru allar horfnar undir snjó.

Frábær ferð með frábærum ökumanni, Óðni Frey”.

Myndir og myndbönd/ Halldór Gunnar Hálfdanarson