Kynning á starfsemi Ljóðaseturs Íslands – í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 28. maí

“Þá erum við komin í útrás!” segir forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands sem mun kynna starfsemi Ljóðasetursins í hinu sögufræga Jónshúsi í Kaupmannahöfn þriðjudaginn 28. maí n.k. kl. 17.30.

Forstöðumaður mun segja frá tilurð setursins og þeirri starfsemi sem þar fer fram auk þess að kveða og syngja eigin lög við ljóð ýmissa skálda, má þar t.d. nefna Jónas Hallgrímsson, Davíð Stefánsson, Ingunni Snædal, Stefán Hörð Grímsson, Vilborgu Dagbjartsdóttur, Guðmund G. Hagalín, Jón úr Vör, Hallgrím Helgason o.fl.

Enginn aðgangseyrir er að viðburðinum og er vonast til að Íslendingar í Kaupmannahöfn og danskir vinir okkar muni líta inn og njóta.

Sjá einnig facebooksíðu Ljóðaseturs Íslands