Lagt var fyrir erindi frá Veraldarvinum á 861. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir samstarfi við Fjallabyggð sem fælist m.a. í niðurfellingu fasteignagjalda af húseign þeirra á Siglufirði gegn því að Veraldarvinir tækju að sér tiltekin verkefni í samráði við Skógræktarfélag Siglufjarðar í Skógræktinni.
Bæjarráð tók vel í erindi Veraldarvina og felur bæjarstjóra að vinna að og leggja fyrir bæjarráð tillögu að samstarfi með Veraldarvinum vegna verkefna á vegum skógræktarfélaganna í Fjallabyggð og á opnum svæðum í Fjallabyggð.
Mynd/Veraldarvinir