Heimilt er að opna tækjasali líkamsræktastöðva í dag 23. apríl eftir að breytingar voru gerðar á reglugerð sem heimilar að deila tækjum milli notenda í sama tíma.

Eftirfarandi notkunarleiðbeiningar fyrir líkamsræktir Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar eru unnar úr leiðbeiningum sóttvarnalæknis.

  1. Notendur eru beðnir að hringja í íþróttamiðstöð Siglufirði í síma 4649170 og Íþróttamiðstöð Ólafsfirði í síma 4649250 og skrá sig í tíma fyrirfram. Upplýsingar um tímatöflu eru í afgreiðslu.  Fyrsti tíminn hefst kl. 6:30 og næsti þar á eftir kl. 8:00.
  2. Við komu í hús sé tryggt að allir sótthreinsi hendur og beri grímur þar til æfing hefst og eftir að henni lýkur.
  3.  Hámark 10 mega vera í tækjasal í einu þannig að tryggja megi 2ja metra fjarlægðartakmörk og ekki verður opið í öll upphitunartæki.
  4.  Notendur sótthreinsa sinn búnað eftir notkun.
  5. Hver tími er að hámarki 60 mín og viðvera hvers iðkanda í húsi sé því aldrei lengri en 90 mínútur.
  6. Starfsfólk tekur auka þrif eftir hvern tíma eftir þörfum.
  7. Ekki er hægt að hafa ræktina opna allan daginn á Ólafsfirði vegna notkunar skólanna.
  8. Starfsfólk íþróttamiðstöðva sótthreinsar ítarleg nokkrum sinnum yfir daginn eftir þörfum. 
  9. Engir tveir tímar liggja saman svo tveir hópar eru ekki að mætast í rýmum hússins, eins og í anddyri. 
  10. Munum að það er okkur í hag að fara eftir sóttvarnarreglum.