• 500 gr pasta ( gott með lífrænu heilhveiti penne)
  • 400 gr nautahakk
  • 2 msk ólivuolía
  • 1 laukur
  • 4 dl grænmetiskraftur
  • 120 gr Philadelphia vitlök & örter
  • rifinn parmesan
  • salt og pipar

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu. Fínhakkið lauk og steikið í olíu þar til hann hefur fengið fallegan lit. Bætið nautahakkinu á pönnuna og steikið það vel. Hellið grænmetiskraftinum yfir og látið sjóða í 30 mínútur. Hrærið reglulega í pönnunni.

Blandið Philadelphia ostinum á pönnuna og smakkið til með pipar og salti.  Blandið saman við pastað og hrærið vel saman. Berið fram með ferskrifnum parmesan osti.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit