Í reglum sem tóku gildi 27. ágúst sl. kemur fram að eingöngu nánustu aðstandendur mega koma í heimsókn til gesta á hjúkrunarheimilum og almenna reglan er að einn gestur komi í heimsókn í einu.

Stjórnendur Hornbrekku meta nú að aðstæður, geta leyft 2 gestum að hámarki að koma inn á sama tíma á meðan hættustig almannavarna er í gildi.

Nánustu ættingjar hafa kost á að skipta með sér heimsóknum um viku tíma. Heimsóknargestir verða að fara eftir ýtrustu leiðbeiningum um sóttvarnir í samfélaginu.