Sandkaka:

3 dl sykur
4 egg
2 tsk lyftiduft
3 dl hveiti
1 dl sjóðandi vatn


Vanillufylling:

125 g smjör
1 dl mjólk
4 msk vanillusykur


Hitið ofninn í 200°. Hrærið sykur og egg saman þar til það verður ljóst og létt. Blandið lyftiduftinu við hveitið og hrærið saman við eggjablönduna. Hrærið að lokum vatninu saman við. Smyrjið 24 cm hringlaga bökunarform og setjið deigið í það. Bakið í miðjum ofni í ca 40 mínútur.

Bræðið smjörið í potti og bætið mjólkinni í. Bætið vanillusykrinum saman við og látið sjóða vel í ca 3 mínútur. Hrærið stöðugt í pottinum svo að mjólkin brenni ekki.

Takið sandkökuna úr ofninum. Deilið henni í tvo botna áður en hún kólnar. Setjið vanillufyllinguna yfir annan botninn og leggið kökuna saman. Púðrið flórsykri yfir kökuna áður en hún er borin fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit