Golfklúbbur Siglufjarðar hélt sitt árlega Vanur/óvanur golfmót sl. sunnudag.

Skráning í mótið var frábær því það mættu 22 lið til leiks eða 44 kylfingar. Mörg skemmtileg tilþrif sáust og má reikna með að einhverjir hafi komist á bragðið og bætist í hóp félagsmanna hjá GKS.

Ákveðið var að allur ágóði af mótinu rynni til að styrkja fjölskyldu Elvíru Sigurðardóttur, en Elvíra berst við alvarlegan sjúkdóm. Söfnunin gekk vel og vill GKS þakka þátttakendum fyrir skemmtilegan dag á vellinum og þeirra framlag til Elvíru og fjölskyldu.

Hér má sjá lokastöðuna.