Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 sem hófst 1. september. Stýring fiskveiða með úthlutun kvóta er hornsteinn í því starfi Fiskistofu að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu auðlinda hafsins.

Að þessu sinni var úthlutað 353 þúsund tonnum í þorskígildum talið. Þetta er 19 þúsund þorskígildistonnum minna en úthlutað var við upphaf fyrra fiskveiðiárs sem skýrist af nokkrum samdrætti í leyfilegum heildarafla enda farið að vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í því efni.

Tvö skip skera sig úr þegar kemur að úthlutun, Guðmundur í Nesi sem fær mestu aflamarki úthlutað eða 13.714 þorskígildistonnum og Sólberg ÓF sem fær úthlutað 10.670 þorskígildistonnum – það er um 300 tonnum meira en árið 2019.