Fjallabyggð óskar eftir að ráða yfirhafnarvörð. Um er að ræða 100% starf og er upphaf starfs samkomulagsatriði en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Vegna eðli starfsins er mikilvægt að viðkomandi búi á starfssvæði hafnanna.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Þjónusta við viðskiptavini hafnar
  • Viðhald, hreinsun og umhirða hafnarbakka og annarra hafnarmannvirkja
  • Eftirlit og umsjón með skipakomum, vöruflutningum og öðru því sem um höfnina fer, skráning þeirra og afla í aflaskráningarkerfi Fiskistofu
  • Aðgangsstýring að hafnarsvæðinu í samræmi við lög og reglur
  • Þátttaka í teymisvinnu til bættrar þjónustu og skilvirkni starfseminnar
  • Önnur tilfallandi verkefni eftir þörfum og ákvörðun yfirmanns

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Æskilegt að viðkomandi hafi löggildingu vigtarmanns
  • Hreint sakavottorð er skilyrði
  • Skipstjórnarréttindi er kostur
  • Staðgóð þekking á höfnum Fjallabyggðar er kostur
  • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og ákveðni
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund
  • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg
  • Gott vald á ensku, önnur tungumálakunnátta kostur

Um Fjallabyggð:

Fjallabyggð er nyrst á Tröllaskaga. Í sveitarfélaginu, sem telur rúmlega 2.000 íbúa, eru tveir þéttbýliskjarnar, bæirnir Ólafsfjörður og Siglufjörður. Bæirnir byggja afkomu sína að mestu á sjávarútvegi og vinnslu fiskafurða. Í seinni tíð hefur fjölbreytnin í atvinnulífinu aukist og mikill vaxtarbroddur er í ferðaiðnaði og ýmiskonar fjarvinnslu fyrir fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu. Fjallabyggð er fjölskylduvænt sveitarfélag og þar eru tveir leikskólar, grunnskóli, framhaldsskóli og tónskóli. Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar. Mikil náttúrufegurð er í Fjallabyggð og margar góðar gönguleiðir liggja um sveitarfélagið. Í Fjallabyggð eru landsþekkt söfn og menningarlífið blómstrar. Nánari upplýsingar má finna á www.fjallabyggd.is.

Umsóknarfrestur er til og með 7. mars 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225 og Elías Pétursson (fjallabyggd@fjallabyggd.is), hafnarstjóri, í síma 464 9100.



Mynd: fjallabyggd.is