Gestaherbergið verður á dagskrá í dag á FM Trölla. Palli og Helga setjast við tölvur og hljóðnema rétt fyrir klukkan 17 í dag og stýra þættinum til klukkan 19.

Í dag er steinaþema. Myndin að ofan er frá Kjerringvik í sveitarfélaginu Sandefjord í Noregi og er tekin ofan af mjög stórum steini. Eða reyndar kletti…. sem er voða stór steinn.

Stone temple pilots, Rolling Stones og hljómsveitir með álíka nöfnum fáum við að heyra í en einnig lög sem heita nöfnum tengdum steinum, klöpp og grjóti.

Þú getur hringt inn í þáttinn í síma 5800 580 og beðið um óskalag, nú eða bara spjallað um hvað sem er.

Við ætlum að heyra í Jóhanni Inga Benediktssyni en hann er í hljómsveitinni BREK sem heldur útgáfutónleika í Fríkirkjunni á fimmtudaginn 14. október.

Svo kemur bara í ljós hvar og hvernig þátturinn endar því oftast nær tekur hann óvænta stefnu sem er gaman.

Hlustið á Gestaherbergið á FM Trölla sem næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum á trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is