Næstu vikurnar mun fara fram tæming rotþróa í Skagafirði á vegum sveitarfélagsins. Í ár er það svæðið frá og með Hegranesi og að Fljótum sem um ræðir.

Eigendur rotþróa eru vinsamlegast beðnir um að tryggja gott aðgengi fyrir losunarbílinn og að rotþrærnar séu auðfinnanlegar og opnanlegar.

Ef eigendur vilja koma athugasemdum á framfæri má hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 455 6000 eða á netföngin ipi@skagafjordur.isog indridi@skagafjordur.is