Baggalútur sendir frá sér nýtt, hugheilt jólalag innblásið af yfirstandandi heimsfaraldri.

Í texta lagsins kemur fram einlæg ósk um að þrátt fyrir allt getum við haldið jól, með lágmarks sprittun og grímunotkun — og engum fjarlægðartakmörkunum á sjálfan jólaboðskapinn.

Lagið “Það koma samt jól” í flutningi Baggalúts er komið í spilun á FM Trölla.

Baggalútur – Kveðju skilað

Trölli.is greindi frá því að Baggalútur sendi nýlega frá sér nýja plötu.

Platan heitir Kveðju skilað og inniheldur ný lög eftir Braga Valdimar Skúlason við vísur og kvæði vestur–íslenska skáldsins Káins (1860–1936).

Kveðju skilað er komin út á streymisveitum og á geisladisk. En hún verður einnig fáanleg á vínyl–útgáfu þann 10. desember.

Mun hún auk nýju laganna innihalda valin lög af hljómplötunni Sólskinið í Dakota, sem kom út á geisladiski árið 2009.

Aðsent.