Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín er nú lokið.

Íslenska liðið hlaut liðabikar sem veittur er stigahæsta liðinu.

Eiðfaxi birti viðtal við Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfara eftir mótið, sjá hér.

Feykir.is birti einnig góða umfjöllun um þetta.

Finnbogi frá Minni-Reykjum í Fljótum og Jóhann Skúlason urðu þrefaldir heimsmeistarar, Marie Egilsdóttir varð fimmta í ungmennaflokki í tölti í flokki ungmenna og heitir hesturinn Fífill, einnig frá Minni-Reykjum.

Það er ekki oft sem tveir hestar frá sama ræktunarbúi ná þvílíkum árangri á stórmóti.

Á mótinu voru um 20.000 manns, þar af 2.000 Íslendingar.

 

Forsíðumynd: lhhestar.is