Þátturinn Undralandið, sem er á dagskrá FM Trölla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13 – 15 er kominn í sumarfrí.

Landsstjóri Undralandsins, Andri Hrannar hefur ákveðið að taka sér frí frá útvarpsmennskunni í sumar en taka upp þráðinn með haustinu.

Andri er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í ýmsum málum og fer t.d. frá Kanarí til Íslands í sumarfrí, sem verður að teljast nokkuð óvenjulegt fyrir Íslending, en flestir hafa þetta frekar á hinn veginn.