Hjónin Hulda I Magnúsdóttir frá Siglufirði og Sigurður Páll Sigurðsson frá Reykjavík hafa verið búsett á Kanarí undanfarin ár ásamt sonum sínum, og una hag sínum vel.

Fyrir nokkru keyptu þau strandhýsi/helli í Sardina Del Norte, á norðanverðri Kanaríeyju (Gran Canaria), sem þau hafa verið að gera upp undanfarna mánuði.

Það sem er sérstakt við þetta strandhýsi er að það er að hluta til byggt inn í helli.

Húsið fæst leigt – sjá nánar hér neðst.

Saga hellisins spannar hundruð ára, en það má sjá sögu hússins m.a. á því að þar eru þrír útveggir sem mynda heildarhúsið í dag.
Það er sérstök upplifun að dvelja í helli, en á Kanaríeyjum er rótgróin hellamenning, allt frá því víkingar höfðu þar búsetu.
Hellarnir halda meðalhita síðustu áratuga í berginu, og eru því hlýir á svölum dögum en svalir á heitari dögum, um 22 gráður árið um kring.

“Við gengum frá kaupunum í byrjun júní 2017, ætluðum að byrja strax í framkvæmdum en þurftum að bíða í 4 mánuði eftir öllum leyfum. Framkvæmdir hófust svo í nóvember 2017 og þetta var bara að klárast núna” segir Hulda í samtali við Trölla.

Húsið hafði staðið autt og yfirgefið í 15 ár með viðeigandi rusli og ryki sem nú er búið að þrífa, betrumbæta og setja í stand.

Húsið er friðað á sögulegu verndarsvæði, svo þau máttu engu breyta í útliti hússins, bara endurnýja það sem fyrir var, þannig að upprunalegu plönin þeirra breyttust aðeins.

Húsið er á fallegum stað alveg við ströndina með 4 svefnherbergjum og svefnplássi fyrir 8 fullorðna.

Þrír mjög góðir veitingastaðir og einn bar/kaffihús eru við hliðina á húsinu; El Ancla, frægur sjávarréttastaður – Fregata de Jean Paul, frekar fínn staður – La Cueva, klassískur kanarímatur.

Lítill súpermarkaður og köfunarþjónusta eru í 5 mínútna göngufæri og góð SPAR-búð í miðju þorpinu.
Las Palmas er í um 20 mín vegalengd á bíl með öllu tilheyrandi, verslunarmiðstöðvum og borgarlífinu.

Í Sardinu búa rúmlega 2000 manns, þar sem spænsk menning lifir ótrufluð af ferðamennsku og fólk sinnir sínu daglega lífi. Ströndin er vel sótt um helgar af innfæddum, en allt er frekar rólegt annars í þorpinu.

Umsögn af facebooksíðu: “Æðislegt hús niður við strönd. Búið að nostra við allt og þvílíkt gott að vera í húsinu, ströndin æðisleg og veitingastaðurinn við hliðina er algerlega mergjaður.”

Allar nánari upplýsingar eru á facebooksíðu strandhússins hér.

Hér neðar fylgja myndir af húsinu, og frá framkvæmdum við það.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

 

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.