Ólafsfirðingar snúa bökum saman

Kaffi Klara stendur fyrir bingói sem haldið verður í Menntaskólanum á Tröllaskaga föstudaginn 1. mars. Allur ágóði af sölu bingóspjalda rennur í styrktarsjóð Ingólfs Frímannssonar og fjölskyldu. Ingólfur veiktist alvarlega á Tenerife og liggur þar á gjörgæslu, hann á fyrir höndum langa sjúkrahúslegu og dvelur fjölskyldan hjá honum ytra. Ólafsfirðingar hafa tekið höndum saman með margvíslegum hætti til að styðja við bakið á fjölskyldunni … Continue reading Ólafsfirðingar snúa bökum saman