Bingóvinningur frá Betri vörum

Kaffi Klara stendur fyrir bingói sem haldið verður í Menntaskólanum á Tröllaskaga föstudaginn 1. mars.

Allur ágóði af sölu bingóspjalda rennur í styrktarsjóð Ingólfs Frímannssonar og fjölskyldu. Ingólfur veiktist alvarlega á Tenerife og liggur þar á gjörgæslu, hann á fyrir höndum langa sjúkrahúslegu og dvelur fjölskyldan hjá honum ytra.

Ólafsfirðingar hafa tekið höndum saman með margvíslegum hætti til að styðja við bakið á fjölskyldunni og er bingóið einn liður í því.

Að sögn Idu Semey hafa veglegir vinningar verið að streyma í hús og mikill áhugi fyrirtækja og einstaklinga að gefa vinninga. Má þar upp telja slökkvitæki, gjafakort, matarkörfur, peninga, baðsalt, harðfisk og fl.

Vegna mikillar aðsóknar og áhuga á bingóinu hefur verið ákveðið að halda það í Hrafnarvogi, húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga.

Bingóspjöldin kosta 500 kr. stk. og hefst bingóið kl. 19:30.

Í boði verur kaffi, gos, kökubitar og fl. til að narta í á góðu verði.

Laugardaginn 2. mars býður Höllin, Veitingahús í Ólafsfirði upp á ljúfengar pizzur, rennur allur ágóði af sölunni inn á styrktarreikning Ingólfs og fjölskyldu. Ætlar starfsfólk Hallarinnar og eigendur að gefa alla vinnu þennan dag. Opið verður frá kl. 16:00 – 23:00.

Söfnunarreikningur fjölskyldunnar er: 0347- 03 -5171 kt. 0301803219.

 

Eins og sjá má verða veglegir vinningar í boði.

 

Eins og sjá má tekur samfélagið heils hugar þátt í að standa við bakið á fjölskyldu Ingólfs. Þetta innlegg er frá Sólveigu Önnu Brynjudóttur.

 

Forsíðumynd: Guðný Ágústsdóttir
Myndir í frétt: aðsendar