Það var um sumarið 2010 þegar undirbúningur fyrir Síldarævintýrið á Siglufirði var á lokastigi, að upp kom sú hugmynd að reka litla útvarpsstöð á Síldarævintýrinu.  Ég hafði frá unglingsárum haft gríðarlegan áhuga á útvarps sendingum og grúskað ýmislegt í gegnum tíðina.  Skömmu fyrir síðustu aldamót var ég m.a. tæknistjóri Bylgjunnar og seinna Hljóðmeistari Íslenska útvarpsfélagsins, sem þá var og hét.  Það þurfti því ekki að hvetja mig mikið til þess að kanna hvort hægt væri að vera með útvarp í stuttan tíma þarna um sumarið.  Haft var samband við STEF og alla aðra nauðsynlega aðila og stofnanir til að fá leyfi til að reka stöðina.  Við fengum lánaðan lítinn sendi og fengum að setja upp stúdíó í húsnæði Leikfélags Siglufjarðar í námunda við torgið þar sem hátíðahöldin fóru fram.  Þetta útvarpsbrölt í okkur mæltist vel fyrir og ákveðið var að endurtaka leikinn sumarið eftir.

Þetta vakti útvarpsbakteríuna heldur betur, og eftir að vera með stöðina þrjú Síldarævintýri í röð á mismunandi stöðum í bænum fannst mér ómögulegt að þurfa alltaf að hætta eftir Síldarævintýrið.

Það var svo árið 2012 að fengin voru langtíma leyfi til að reka stöðina allt árið.  Þórarinn Hannesson var svo elskulegur að leyfa okkur að setja upp stúdíó á efri hæð Ljóðaseturs Íslands, sem hann á og rekur.  Nú var starfsemin komin í varanlegt húsnæði og því ekkert að vanbúnaði til þess að stöðin gæti verið í loftinu allt árið.

Þegar hér var komið sögu vorum við komin með sendi fyrir Siglufjörð í strompi Ketilstöðvarinnar, sem var hluti af Síldarvinnslu Ríkisins hér á árum áður.

Svo var ákveðið að færa út kvíarnar og settir voru upp sendar í Ólafsfirði og Hrísey.  Það var svo sumarið 2016 að settur var upp sendir og stúdíó á Hvammstanga.  Um nokkurt skeið vorum við með beinar útsendingar frá Hvammstanga, og er ráðgert að vera með þætti þaðan í beinni útsendingu.  Haustið 2016 voru gerðar endurbætur á loftnetum og búnaði í Hrísey til að ná vel inn í Eyjafjörðinn og út með Ólafsfjarðarmúla.  Þegar þetta er ritað ( apríl 2018 ) stendur til að setja upp sendi á Sauðárkróki, sem mun þjóna stórum hluta Skagafjarðar.  Stöðin næst líka á internetinu á vefslóðinni https://trolli.is og í appi sem heitir Spilarinn.

Fyrir nokkrum vikum síðan ákváðum við Kristín Sigurjónsdóttir að setja upp nýjan fréttavef  https://trolli.is  og verður sá vefur rekinn í nánum tengslum við útvarpsstöðina.

Margir þáttastjórnendur hafa verið með þætti á FM Trölla, en hér fyrir neðan er listi yfir þá þætti frá upphafi til dagsins í dag.
Gunnar Smári Helgason

Frjálsar hendur – Virka daga kl. 13 – 16

Slagorð þáttarins:
Andri Hrannar hefur frjálsar hendur, leikur óskalög og spjallar við hlustendur. Óskalagasíminn er 477 103.7

Orðlaus – Fimmudagskvöld kl. 20 – 22

Slagorð þáttarins:
Ægir Bergs og Halldór Þormar fjalla um og spila eðaltónlist. Stundum fá þeir aðra tónlistarspekúlanta í heimsókn.

Siðlausar – Föstudagskvöld kl. 21 – 24

Slagorð þáttarins:
Ögrandi þáttur þar sem fjórar siðlausar og elskulegar konur ræða málin mjög opinskátt og fá jafnvel hörðustu nagla til að roðna.

Einn sér – Mánudagar kl. 10 – 12

Slagorð þáttarins:
Steini Píta Sveinsson leikur við hvern sinn fingur, – frábær tónlist.

 Tveir á móti einum – Laugardaga kl. 10 – 12

Slagorð þáttarins:
Tveir á móti einum – Laugardaga kl. 10 – 12

Partý partý partý – Laugardagskvöld kl. 23 – ??

Slagorð þáttarins:
Andri Hrannar heldur Tröllapartý í beinni, hringir í fólk, tekur við kveðjum í síma 477 103.7, þambar kaffi og leikur óskalög.

 EVANGER – Sunnudagskvöld kl. 20 – 22

Slagorð þáttarins:
Danni Pétur púslar okkur saman eftir helgina. Ný tónlist í bland við þá bestu, tónlistarfróðleiksmolar, óskalagið þitt og dass af rómantík.

 M & M – Miðvikudagskvöld kl. 20 – 22

Slagorð þáttarins:
Þær stöllur Magga Kristins og Ella Maja ræða jákvæð og uppbyggileg málefni með gleði og þakklæti í farteskinu.

 Með allt niðrum sig – Föstudagskvöld kl. 21 – 23

Slagorð þáttarins:
Ólafsfirðingurinn Arnar Freyr Logason og vinir hans með léttgeggjaðan þátt á föstudagskvöldum.

Ljósvíkingar – Mánudagskvöld kl. 20 – 22

Slagorð þáttarins:
Hrólfur, Steini Sveins, og Árni Heiðar með glænýan þátt á Trölla. Spurningakeppni Trölla og margt fleira skemmtilegt.

Þú og Ég – Þriðjudagskvöld kl. 20 – 22

Slagorð þáttarins:
80´s og 90’s þáttur, með tónlist frá því tímabili, margt rætt sem tengist þessum merkilega tíma.

 Tímabil – Alla virka daga kl. 17 – 19

Slagorð þáttarins:
Birgitta Þorsteins rifjar upp ýmis áhugaverð tímabil tónlistarsögunnar, leikur lög og fjallar um listamennina.

 Gufan – Laugardaga kl 13 – 16

Slagorð þáttarins:
Sverrir Júliusson leikur við hvern sinn fingur, hringið í síma 477 1037

 Þema-þáttur Þórarins – Sunnudagar kl. 10 – 12

Slagorð þáttarins:
Hvert er þema þáttarins? Fjölbreytt og góð tónlist. ” …það er eins og Þórarinn hafi verið útvarpsmaður í tugi ára” segir hedinsfjordur.is

 Skúmaskot – Fimmtudagskvöld kl. 20 – 22

Slagorð þáttarins:
Birgitta Þorsteins og Steini Píta með nýjan þátt á fimmtudagskvöldum – fylgist með.

 Kvöldhúm – Þriðjudagskvöld kl. 20 – 22

Slagorð þáttarins:
Gulli Stebbi og Hófí brúa kynslóðabilið, spjall um allt og ekkert og ólík viðhorf kynja á málefnum líðandi stundar, tónlist í stíl.

RADIO REITIR – Kl. 14 – 18

Slagorð þáttarins:
International Collaboration Project.

Taco Partý – Fimmtudagskv. Kl 20 – 22

Slagorð þáttarins:
3 eiturhressar tacos að stjórna snilldar þætti á FM Trölla 103,7 á fimmtudagskvöldum milli 20:00 og 22:00.

 ElísaDís – Fimmtudagskvöld kl 19 – 21,
(e) sunnud. kl 13

Slagorð þáttarins:
Tvær hressar senda þáttinn beint frá Hvammstanga.

 Burn bræður – Laugardaga 20 – 22

Slagorð þáttarins:
Þrír kátir hita upp fyrir helgina.

KPop 101 – Suma föstudaga kl 20

Slagorð þáttarins:
Dagrún Birta fjallar um KPop (Korean pop) tónlist og spilar tónlist frá S-Kóreu.

 Rokkstundin – Föstudaga kl 20, (e) Miðvikudaga kl 10

Slagorð þáttarins:
Tóti Hannesar leikur rokktónlist frá ýmsum tímabilum og eys úr viskubrunni sínum.

Þorvaldssynir – Annan hv. fimmtud. kl 17,
(e) Þriðjudaga kl 21

Slagorð þáttarins:
Bræðurnir Tryggvi og Júlíus fjalla um tónlist og spila nokkur lög í beinni.

 Tónlistarmaður mánaðarins – Þriðjudaga kl 10-12,
(e) laugard. kl 13

Slagorð þáttarins:
Þórarinn Hannesson sér um þáttinn. Tónlistarmaður apríl mánaðar er Bob Dylan.