Í þættinum Gestaherbergið sem var á dagskrá á FM Trölla á þriðjudaginn 7. desember 2021 var Pálmi Sigurhjartarson, píanóleikari, söngvari og meðlimur Sniglabandsins í viðtali við Palla og Helgu.
Í viðtalinu sagði Pálmi meðal annars frá jólatónleikum sem Sniglabandsmenn munu halda í Húsi Máls og menningar þann 11. desember 2021.

Frá Sniglabandinu:
Laugardagskvöldið 11.desember mun Sniglabandið stíga á svið í Húsi Máls & Menningar kl 20.00.
Þar mun hljómsveitin flytja sín bestu jólalög ásamt öðrum klassískum jólasmellum.
Hin frábæra söngkona Stefanía Svavarsdóttir kemur fram með Sniglabandinu þetta kvöld og verður aðal jólagestur Björgvins …Ploders.
Hin fjölhæfi tónlistarmaður Eggert Pálsson mun svo skreyta húsið með sínum hljóðfæraslætti í takt við hljómsveit flestallra landsmanna.
Jól meiri Jól með Sniglabandinu laugardagskvöldið 11.desember kl. 20.00

Hér er hægt að heyra brot af viðtalinu við Pálma.


Einnig er hægt að hlusta á allan þáttinn hér.